Barnamenningarhátíð

2018-03-16 (6)

Vatn Skiptir Öllu Máli! (aldur 0-100 ára)

Vatn skiptir öllu máli! (aldur 0-100 ára) Nemendur Brúarskóla hafa unnið þemavinnu um vatnið og verður afraksturinn í formi listaverka sýnd í Ráðhúsinu 17.-22. apríl. Nemendur komast að því að vatn skiptir öllu máli. Þau rannsökuðu eiginleika vatnsins og vatn í öllu sínu birtingarformi á jörðinni frá hafi til krana og krana til sjávar. Komið að sjáið Brúarfoss, Fossafoss, Upplýsingarfoss, og Óskafoss, þar sem þið getið bætt við óskum um vatnið og hvernig við viljum sjá framtíð jarðarinnar.

http://hvirfill.reykjavik.is/events.html

Advertisements

VATN

Nemendur á miðstigi í Brúarskóla tóku þátt í þemaverkefni um vatn. Nemendur unnu tvö saman og valdi hver hópur sér stöðuvatn á Íslandi.

Eftirfarandi stöðuvötn voru tekin fyrir :

  • Þingvallarvatn
  • Mývatn
  • Þórisvatn
  • Lagafljót
  • Laugavatn
  • Ljósavatn

Nemendur áttu að finna eftirfarandi þætti um stöðuvatnið sem þau völdu sér

  • lífríki í vatninu og í kringum vatnið
  • stærð vatnsins
  • dýpt vatnsins
  • hvar á landinu er vatnið

Nemendur teiknuðu stór kort af Íslandi og merktu inn á það stöðvatnið sem þau völdu sér ásamt þeim upplýsingum sem þau höfuð fundið. Einnig útbjuggu þau merkimiða með nöfnum á ýmsum fossum og öðrum stöðuvötnum á Íslandi, flettu þeim upp í landabréfabók og merktu inn á kortið.

Vatnakort

Til skemmtunnar fundu nemendur nokkrar sniðugar staðreyndir um vatn. Skráðu þær niður og myndskreyttu.

Vatn

Fossaverkefni

IMG_2865

Við í Brúarskóla við Dalbraut höfum verið að vinna með fossa í hóptímum. Við höfum verið að vinna með vatn og við ákváðum að það væri gaman að vinna með fossa. Við bjuggum til powerpoint með myndum af allskonar fossum á Íslandi. Við völdum okkur öll einn foss til þess að mála með svona ,,pappaspjalda aðferð”. Hún virkar þannig að við slettum allskonar litum sem eru í fossinum á blað og dreifum með pappaspjöldum eða fingrunum. Þessi mynd fyrir ofan er af Seljalandsfossi séð fyrir aftan hann og það var strákur í 9. bekk sem gerði hann. Þetta verkefni var fyrir barnamenningarhátíð Þar sem við ætlum að búa til svona fossafoss sem er foss úr mörgum fossum sem krakkarnir máluðu.

Powerpoint verkefnið sem við gerðum er hér fyrir neðan.

fossaverkefni

 

250 lítrar á mann á dag!

cum-poti-face-intoxicatie-cu-apa-18580985

Í myndbandi Veitna kemur fram að á meðaltali nota Íslendingar 250 lítrar af vatni á mann á dag. Við gerðum stærðfræði verkefni á Dalbraut. Kennari bjó til Powerpoint um 250 lítrar og nemendur reiknaðu út dagsnotkun þeirra. Nemendur komust að því að þeir notu jafnvel 933, 990, og 1089,1 lítrar af vatni. Tölur þeirra voru svo há út af því þau njóta þess að fara mjög lengi í sturtu. sjá: vatn og  250 litir