Þemavinna frestað sökum Corona

Af því að skólahald er núna allt öðruvísi en vanalega erum við að fresta þemavinnu um eld í bili. Vonandi halda allir góða heilsu og byrjum við seinna upp á ný. Þó að corona veruna er mjög slæm fyrir mannkyni, er hún kannski að hjálpa jörðinu að sporna gegn loftlagsbreytingar. Það er allt hægt.sciencesource_ss2413465-bd5e295079f203794a6d35a99a4db82fa5615d4d-s800-c85

kv. Lilianne

Þema ársins: Eldur

Krakkarnir í Brúarseli eru nú búnir að telja saman öll atkvæði  nemenda Brúarskóla og niðurstaðan er sú að við munum fjalla um eld í þemavinnu í vor.

Large_bonfire

Fegurð náttúrunnar fékk 3 atkvæði,

Trash Art fékk 11 atkvæði,

Loftslagsbreytingar fengu 2 atkvæði

Eldur fékk 13 atkvæði.

Við höfum allan marsmánuð til að vinna í þemanu og stefnum að því að búa til einhverja áhugaverða afurð sem gaman væri að kynna á Barnamenningarhátíð í apríl (kringum sumardaginn fyrsta).

Hægt er að fjalla um eld á ótal vegu.  Eldur er tákn fyrir orku í sinni víðtækustu mynd: Eldsneyti, eldsvoðar, eldsumbrot, eldflaugar, eldingar, eldfjöll, eldgos, eldhús, eldamennska, eldfæri og svo framvegis. 🙂  Það er hægt að fara út í óeiginlegan eld, eins og reiði og ástríðu.  Það verður spennandi að fylgjast með þessu. Hægt er að búa til listaverk sem tengjast eldi en líka fræða börnin um meðferð elds og orku.

Endilega deilið með okkur hinum hér þeim hugmyndum sem þið fáið og eruð að vinna með.

 

kveðja,

Grænfánateymið

Textílkennsla í Brúarskóla, miðstig, haust 2019.

 

Nemendur á miðstig rifja upp frumformin þrjú; ferhyrningur, þríhyrningur og hringur. Síðan er unnið verkefni með hringformið. Notuð eru lok og tappar af dósum.

Verkefnin eru; 1) leikur með liti, 2) mynsturgerð og 3) verk í þrívídd.

Skemmtilegar hugmyndir komu frá nemendum og sáu þeir ýmislegt út úr myndunum, m.a. sápukúlur, boltaland, loftbólur, sólkerfið og vetrarbrautina.

Með kveður,

Ásdís Bragadóttir, textílkennari.